Sage 2200 fluguhjól
Frábært hjól á frábæru verði. 2200 fluguhjólið frá Sage er með sambærilegum bremsubúnaði og 4200 hjólið.
2200 hjólin eru steypt og því ódýrari í framleiðslu en rennd hjól.
Sage 2200 hjólin eru fáanleg í tveim litum og þrem stærðum. 2250 er passandi í silungsveiði, 2280 hjólið er hæfilega stórt í laxveiði og 2210 hjólið smellpassar á tvíhenduna þína.
Sage 2200 er fallegt hjól með bremsubúnaði sem kemur þægilega á óvart. Mjög gott verð.
|