Bioammo. Umhverfisvæn haglaskot.

Nú þegar styttist í að leyft verður að ganga til rjúpna viljum við vekja sérstaka athygli á umhverfisvænu Bioammo haglaskotunum sem Veiðihornið flytur inn og fást í skotveiðiversluninni hér á netinu.

Ólíkt öðrum haglaskotum er ekkert plast notað í framleiðslu á Bioammo haglaskotunum heldur eru bæði skothylkin sjálf og forhlöðin framleidd úr afurðum jurtaríkisins.

Forhlöð og skothylki Bioammo haglaskota brotna niður í náttúrunni á tveimur til þremur árum.  Forhlöð og skothylki úr plasti eru talin brotna niður á um 450 árum.

Gefum við okkur að virkir skotmenn séu á bilinu 15 til 20 þúsund og hver skjóti 200 æfinga og veiðiskotum skiljum við eftir 3 til 4 milljónir plastforhlaða úti í náttúrunni á hverju ári!

Umhverfisvænu Bioammo haglaskotin eru fáanleg með stálhöglum og 34 gramma hleðslu en einnig með blýhöglum í 34 og 36 gramma hleðslum.  Bioammo haglaskotin henta því vel til veiða á rjúpu og önd.

Við mælum sérstaklega með því að stálhögl séu valin þegar veitt er við tjarnir og vötn.

Þú færð umhverfisvænu Bioammo haglaskotin hér (hlekkur) í skotveiðiverslun Veiðihornsins og mundu að við sendum allar pantanir yfir 10.000 krónur á okkar kostnað á næsta pósthús við þig.

Mundu að skrá þig á póstlistann.  Þú færð fréttirnar fyrst og lukkan leikur við þig.

Óli