Við kynnum R8 Core, nýja stöng frá Sage.

Sala hefst um allan heim í dag.

R8 stendur fyrir “Revolution 8” enda má segja með sanni að hér sé áttunda bylting flugustanga frá Sage komin.

Sagan hefst með fyrstu byltingunni árið 1980 þegar Don Green framleiddi fyrstu Sage GFL stangirnar og svo komu þær hver af annarri:

  • 1980 – Sage GFL
  • 1983 – Sage Graphite II
  • 1989 – Sage Graphite III – GFL, RPL RPL X og LL
  • 1993 – Sage Graphite IV – SP, SP+, SPL og SPLCA
  • 2000 – Sage Graphite IIIe – XP, SLT, SLTCH og TCR
  • 2004 – Sage Generation 5 – Z–Axis, TXL, Xi2 og TCX
  • 2011 – Sage Konetic / HD – X, ONE, Little One, Mod, Method, Circa Salt, Trout LL, Igniter, Sald HD, ESN og Trout Spey HD
  • 2022 – Sage R8 – Core

Hér að framan höfum við farið yfir byltingarnar 8 frá Sage og óhætt er að segja að R8 marki nýjan kafla í sögu flugustangaframleiðslu.

Nýjar koltrefjar, blandaðar við nýtt “nanó” hert bindiefnið gerir það að verkum að hægt er að pakka fleiri koltrefjum saman í trefjadúkinn sem R8 Core er gerð úr.
Með þessu móti hefur stangasmiðum Sage tekist að gera stöng sem er með djúpa hleðslu, stífan hrygg í neðri hluta stangar og afar næman topp sem auðveldar alla stjórnun og eykur nákvæmni flugukasta.

Sage R8 Core er hröð stöng en langt frá því að vera stíf. Stöngin hefur stíft “Backbone” eða hrygg og vinnur djúpt niður, alla leið niður í handfang

Með því hve stöngin vinnur djúpt niður í handfangið má segja að hún sé eins og eðlileg framlenging kasthandar. Tilfinningin fyrir flugukastinu verður því næmari.

Orkuflæðið frá handfangi fram í afar næman toppinn er eðlilegt og hnökralaust. Það er því einstaklega auðvelt að hafa fullkomna stjórn á öllu kastferlinu.

Toppurinn er afar næmur og því auðvelt að nema grannar tökur á agnarsmáar flugur. Hafandi áratuga reynslu af nýjungum vitum við mætavel að hér er enn á ný komin stöng frá Sage sem á eftir að slá öllum eldri gerðum við í vinsældum.

Okkur voru skammtaðar aðeins 60 stangir í fyrstu sendingu og eru nú þegar margar fráteknar. Við erum með uppsettar stangir í Veiðihorninu fyrir þig til að prófa og sannfærast.

Þegar þessi frétt er skrifuð að kvöldi 4. Apríl eru til 9 og 9,6 feta stangir fyrir línuþyngdir frá #3 til #8. 

Tryggðu þér eintak á meðan þær eru til. Við vonumst eftir næsta skammti í maí.