Rio Elite HeatLine

Óhætt er að segja að hér sé um byltingu í flugulínum að ræða því Rio Elite HeatLine auðveldar veiðimönnum lífið svo sannarlega í vor- og haustveiði.

Örgrannur rafleiðari liggur með kjarna línunnar og hitar hana upp. Þessi byltingarkennda lína varð til þegar ljóst var að nýja Elite kápan sem Rio notar í flugulínur sínar er mjög hitaþolin og bráðnar ekki nema við hátt hitastig.

Engar frosnar lykkjur framar auk þess sem línan sekkur mun hraðar í köldu vatni og auðvelt er jafnvel að komast undir krapa eins og er gjarnan í vorveiðinni sem er lyginni líkast. Línunni fylgir þráðlaus hleðsludokka sem tengist með USB. Að sögn framleiðanda dugar hleðslan á hæsta styrk í 6 tíma eða heila vakt.

Ekki er þörf á að taka línuna af hjólinu til hleðslu svo auðvelt er að kippa hjóli af stöng eftir vakt og hlaða í hvíld og á kvöldin. Veiddu veiðifélagana í kaf með nýju Rio Elite HeatLine línunni.

 

 

Þakka þér fyrir að smella á þessa áhugaverðu frétt. Það myndi auðvelda okkur lífið í vorveiðinni ef Rio Elite HeatLine væri til en svo er því miður ekki í raun. Þetta er bara góð hugmynd sem fæddist í Veiðihorninu fyrir 1. apríl.

En Rio framleiðir mikið úrval af frábærum flugulínum fyrir allar aðstæður. Þú færð Rio flugulínurnar í Veiðihorninu.

RIO FLUGULÍNUR í netverslun