24 flugur til jóla. Jóladagatal fluguveiðimannsins

15.995 kr.

24 flugur til jóla – Forsala

Styttum biðina til jóla og teljum niður með jóladagatali Veiðihornsins og Shadow Flies.

Shadow Flies er einn fremsti fluguframleiðandi heims.  Í samstarfi við Shadow Flies kemur nú loksins á markað jóladagatal sérsniðið fyrir íslenska fluguveiðimenn.

Í dagatalinu eru 24 minni box, hvert merkt einum degi frá 1. til 24. desember.  Í hverju boxi er ein vel þekkt og gjöful fluga sem á eftir að lokka margan fiskinn á næsta ári.

Ásamt flugunni er í boxinu nafn hennar og QR kóði sem færir eigandanum frekari upplýsingar og fróðleik um fluguna.

Myndirnar sem birtast hér af jóladagatalinu eru tölvugerðar og gefa hugmynd um hvernig endanlega jóladagatalið lítur út.  Verið er að leggja lokahönd á jóladagatal fluguveiðimannsins en dagatölin verða send okkur innan fárra daga. 

Við hefjum nú forsölu hér í netverslun og afhendum jóladagatölin síðustu daga mánaðarins.  Allir þeir sem panta jóladagatal fluguveiðimannsins í forsölu í netverslun lenda í potti og nafn eins þeirra verður dregið út á aðfangadag og fær sá heppni / sú heppna góða og vandaða jólagjöf frá Veiðihorninu.

24 flugur til jóla er selt í forsölu hér í netverslun og er mjög takmarkað magn í boði.  Eftir að forsölu lýkur verður dagatalið einnig fáanlegt í Síðumúla 8 og þá á hærra verði sem auglýst verður síðar.

Teljum niður til jóla með fallegu jóladagatali fluguveiðimannsins og látum okkur hlakka til til jólanna og næsta stangveiðitímabils.

24 flugur til jóla.  Tryggðu þér jóladagatalið strax í dag.

Væntanlegt

Veiðihornið