Black Ghost Olive

495 kr.

Olive Ghost

Black Ghost er ein þekktasta straumfluga sem við þekkjum enda afburða veiðin fluga jafnt á urriða, bleikju og lax. 
Hönnuður: Herbert Welch.

Herbert Welch hannaði Black Ghost á þriðja áratug 20. aldar.  Snemma varð flugan afar vinsæl.

Black Ghost er svo góð fluga að seinni árin eru fjölmargir snjallir fluguhönnuðir farnir að gera sínar útfærslur af henni.  Hér er ein af þeim betri sem við höfum séð.  Kanínu skinnræma er notuð í væng, ólívugrænn hani í hringskegg og tungsten keila til þyngingar.  Svona er hún nefnd Olive Ghost.

Olive Ghost hefur sannarlega reynst vel í urriða og sjóbirting síðustu árin.

Þú færð góðar veiðiflugur á flugubar Veiðihornsins en fyrir veiðikonur og veiðimenn sem hnýta vilja sínar flugur má styðjast við þessa uppskrift:

Olive Ghost
Krókur – Ahrex NS115 Deep Streamer.
Tvinni – Ólívugrænn UNI 6/0.
Stél – Fanir úr appelsínugulum og ólívugrænum hanafjöður.
Vöf – Ávalt UNI silfurtinsel.
Búkur – Svart UNI Yarn
Vængur  – Bekkjótt skinnræma af kanínu og nokkrir Flashabou þræðir.
Hringskegg – ólívugræn hanafjöður.
Haus – Tungsten keila með ámáluðum augum.

Clear

Shadow Flies