Metallica

650 kr.

Metallica

Hönnuður: Pétur Steingrímsson í Nesi við Laxá í Aðaldal.
Pétur er löngu landsþekktur fluguhönnuður en frá honum hafa komið margar gjöfular stórfiskaflugur.  Metallica er ein sú þekktasta seinni tíma.
Fjölmargir laxar Laxár í Aðaldal hafa fallið fyrir töfrum Metallicu Péturs Steingrímssonar.

Metallica kom fyrst fyrir augu almennings fyrir örfáum árum en hafði þá verið notuð af þröngum hópi veiðimanna um nokkurt skeið.
Þessi fallega fluga er í uppáhaldi margra veiðimanna enda sérlega veiðin, ekki síst síðsumars.

Metallicu má bæði strippa hratt yfir lygnan hyl en oftast gefur hún best síðsumars á „swinginu“, það er þegar flugunni er kastað undan straumi og línu mendað eða vippað upp í straum til þess að hægja á rennsli flugunnar.

Allar góðu veiðiflugurnar finnur þú á stóra flugubarnum í Veiðihorninu Síðumúla 8 en fyrir veiðikonur og veiðimenn sem hnýta vilja sjálf fylgir uppskriftin hér.

Metallica
Krókur – Ahrex H428
Þráður – UNI svartur 8/0
Broddur – UNI ávalt silfur tinsel
Stél – Svartur íkorni
Aftur búkur – Grænt Globrite
Vöf – UNI ávalt silfur tinsel
Búkur – UNI flatt silfur tinsel
Vængur – Svartur íkorni og örfáir þræðir af silfur Krystalflash
Hringskegg – Svartar og vínrauðar fanir úr hanafjöður
Haus – Svartur UNI 8/0 tvinni og grænt Globrite.

Clear

Shadow Flies