NIght Hawk

650 kr.

Night Hawk

Hönnuður: Stanford White

Að margra mati er Night Hawk einhver fallegasta fluga sem um getur.
Night Hawk er ekki skosk fluga eins og margir halda.  Stanford White hannaði þessa fallegu flugu fyrir hina mikilfenglegu Restigouche á í New Brunswick í austanverðu Kanada.  Í þessa stóru en tæru á ganga á milli 15.000 og 25.000 atlantshafslaxar árlega og margir á milli 20 og 30 pund.

Night Hawk veiðir vel allt árið.  Um hana gildir þó þumalputtareglan að sé hún hnýtt á silfurkrók er hún betri í björtu veðri en betri í dumbungi þegar hnýtt á svartan krók.  Falleg ekki satt?

Hér er uppskrift sem styðjast má við:

Night Hawk
Krókur – Arex HR490S ED (HR490S er silfur þríkrækja og HR490B er svört þríkrækja).
Tvinni – Svartur Semperfli 6/0.
Broddur – Ávalt UNI silfur tinsel og gult UNI flos.
Stél – Hausfjöður af gullfasana.
Loðkragi – Rauð spunnin ull (eða gerviefni) – „dubbað“
Vöf – Ávalt UNI silfur tinesl.
Búkur – Flatt Uni silfur tinesl.
Skegg – Fanir af svartlitaðri hanafjöður.
Vængur – Hár af svartlituðu íkornaskotti.
Kinnar – Fjaðrir af frumskógarhana og bláar bakfjaðrir af Kingfisher (Bláþyrli).
Haus – Svartur.

NIght Hawk er stundum einnig hnýtt með rauðum haus og þá er notaður rauður tvinni.

Clear

Shadow Flies