Bráð ehf. sem á og rekur Veiðihornið er Framúrskarandi fyrirtæki 2024 samkvæmt úttekt Creditinfo. Bráð er á meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo.
Bráð hefur verið á meðal Framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi.
Creditinfo hefur greint rekstur íslenskra fyrirtækja og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri undanfarin þrettán ár. Innan við 1.800 fyrirtæki hafa komist á lista Creditinfo.
Aðeins hafa um 60 fyrirtæki setið á listanum öll árin frá 2010.
Veiðihornið þakkar öflugu starfsfólki og tryggum viðskiptavinum þennan ánægjulega árangur.