Loksins er ný sending af Rio Þyt flugulínunni á leiðinni til landsins. Forsala á Þyt er hafin og verður línan til afhendingar 27. mars næstkomandi.

RIO ÞYTUR
Rio Þytur sló í gegn síðasta sumar og fengu færri en vildu. Verð er óbreytt á milli ára og því rétt að tryggja sér þessa frábæru línu sem er framleidd sérstaklega af Rio fyrir Veiðihornið.
Vinsælustu flugulínurnar undanfarin ár hafa verið Rio Outbound Short og Rio Single Hand Spey. Við tókum það besta úr báðum og útkoman er Rio Þytur.
Hin fullkomna flugulína fyrir íslenskar aðstæður.
Rio Þytur er flotlína framleidd í línuþyngdum #5, #6, #7 og #8. Fullkomlega jafnvægisstillt og kraftmikil flugulína, hönnuð jafnt fyrir undir- og yfirhandarköst.
Rio Þytur er lína með einstaklega vel hönnuðum skothaus. Einfalt er að lyfta línunni af vatnsyfirborði hlaða í fullkomið framkast, jafnvel þegar það er lítið pláss fyrir bakkastið.
Stuttur skothausinn hleður flugustöngina djúpt og snöggt fyrir kraftmikið framkastið og auðveldar því lengdarköst. Samanþjappaður hausinn sem er með þyngdarpunktinn á hárréttum stað hentar jafnt byrjendum sem vönustu flugukösturum.
Sjáðu stutt kynningarvídeó okkar um ÞYT:
Rio Þytur - forsala 2025
17.995 kr.