Alda Svört / Skær Appelsínugul
495 kr.
Alda Svört / Skær Appelsínugul
Hönnuður: Helgi V. Úlfsson
Einhver sterkasta flugan í Veiðivötnum síðustu árin.
Alda er fáanleg í nokkrum litatilbrigðum og
veiðir einnig vel bæði sjóbleikju og sjóbirting.
Alda er ein af þeim straumflugum sem einnig
getur verið gott að eiga í boxinu þegar ekkert gengur í laxveiðinni.
Þegar Öldu er kastað fyrir lax í straumvatni virkar hún einna best þegar henni er kastað um það bil 45 gráðum undan straumi og línan menduð upp í straum aftur og aftur til þess að hægja á rennslinu og flugan berst löturhægt fyrir bráðina.
Allar góðar veiðiflugur eiga heima á flugubarnum í Veiðihorninu Síðumúla 8. Viljir þú spreyta þig á Öldu er uppskriftin hér:
Alda
Krókur – Ahrex NS115 Streamer
Tvinni – Svartur UNI 6/0
Stél – Rauður marabou ásamt nokkrum þráðum af rauðu Krystalflash og silfur Flashabou
Búkur – Kelly Green Krystal Dub
Búkvöf – Svartlituð hanabakfjöður
Haus – Gyllt kúla