Silver Sheep

650 kr.

Silver Sheep

Hönnuður: Haraldur Stefánsson.
Haraldur hannaði heila fjölskyldu Sheep flugna.  Þeirra þekktastar eru Black Sheep og Silver Sheep en báðar má hiklaust telja með betri íslenskra laxaflugna.

Silver Sheep er að margra mati sú fallegasta í Sheep fjölskyldunni.

Margir veiðimenn kjósa að nota Silver Sheep hnýtta á silfur krók í björtu veðri en Black Sheep (svartur búkur í stað silfurs) hnýtta á svartan krók í dimmu veðri og dumbungi en báðar þessar flugur eru sérstaklega fallegar og gjöfular.

Allar góðu veiðiflugurnar finnur þú á stóra flugubarnum í Veiðihorninu Síðumúla 8. 

Fyrir veiðikonur og veiðimenn sem sem hnýta vilja sínar flugur er uppskrift Silver Sheep hér:

Silver Sheep
Krókur – Ahrex HR490S (Esmond Trury Type þríkrækja)
Tvinni – Rauður UNI 8/0
Búkur – Ávalt UNI silfur Tinsel
Skegg – Blálituð hanafjöður
Vængur – 2/3 svart og 1/3 gult hár.  Oft notað hár af hjartardindli en í minni stærðir er gott að nota mýkra hár t.d. íkornaskott eða jafnvel kanínu í allra smæstu stærðir.
Kinnar – Jungle Cock / Frumskógarhani.
Haus – Rauður

Um Black Sheep segir þetta í bókinni Veiðiflugur Íslands eftir Jón Inga Ágústsson:
„Black Sheep var fyrst hnýtt af Haraldi Stefánssyni árið 1977, en nafnið kemur frá Joe Hubert sem veiddi gjarnan á klassískar laxaflugur.
Er hann horfði í boxin sín og sá þessa flugu þá talaði hann um „svarta sauðinn“ í hópi hinna flugnanna.
Black Sheep er líklega þekktust í Sheep-seríunni.  Hún reynist vel nánast allt tímabilið í flestum ám.“

Veiðiflugur Íslands kom fyrst út árið 1997 og var endurútgefin af Veiðihorninu árið 2006.

Í jóladagatalinu er Silver Sheep örfluga, hnýtt á VMC króku númer 14.  Í þeirri útfærslu er þessi fluga hreint út sagt frábær í litlu vatni á sólríkum sumardegi.  Sjá mynd hér neðar.

Góða skemmtun á bakkanum í sumar.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies