Rektor

495 kr.

Rektor

Hönnuður: Kolbeinn Grímsson

Rektor er ein af fjölmörgum frábærum flugum hönnuðum af Kolbeini Grímssyni. 

Rektor er afbragðs straumfluga í urriða, ekki síst í Laxá í Mývatnssveit þar sem flugan var hnýtt og fyrst reynd með mögnuðum árangri.

Rektorinn er einnig stundum hnýttur með þungri keilu til notkunar í meiri straumþunga. 

Hér er uppskrift sem styðjast má við:

Rektor
Krókur – Ahrex NS110 Streamer.
Tvinni – Gulur UNI 8/0.
Vöf – UNI koparvír.
Stél og búkur – 4 svartbekkjóttar gular hanabakfjaðrir sem eru festar utanum legg öngulsins og standa aftur úr.  Stundum er byggt undir fjaðrirnar t.d. með gulu ullarbandi eða „dubbi“ til þess að þykkja búkinn.
Vængur – Hár úr gullituðu íkornaskotti.
Hringskegg – Svartbekkjótt gul hanabakfjöður.
Kinnar – Frumskógarhani (Jungle Cock).  Oft illfáanlegur en þá mælum við sérstaklega með Semperfli gerfifjöðrum.
Haus – Rauður.

Það verður að segjast að hnýtingin á Rektor er óhefðbundin en er mun einfaldari en hún lítur út fyrir við fyrstu sýn.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies