Sage R8 Core Limited Edition Retro Grey
179.900 kr.
Sage R8 Core Limited Edition Front Range Olive
Sage
R8 Core er nú boðin í tveimur nýjum litum í mjög takmörkuðu upplagi.
Litirnir kallast Front Range Olive og minnir á liti landslagsins í Front
Range í Colorado og Retro Grey sem er með tilvísun í SP stangalínu SAGE
á tíunda áratug síðustu aldar.
Sage R8 Core Limited Edition er
framleidd í mjög takmörkuðu upplagi í 9 fetum fyrir línuþyngdir 4, 5 og
6. Okkur í Veiðihorninu hefur verið úthlutað örfáum stöngum í báðum
litum fyrir línuþyngdir 5 og 6.
Hægt verður að panta stangirnar hér í netverslun um leið og sendingin kemur til landsins sem verður væntanlega fyrir vikulokin.
Byltingarkennd flugustöng
Öll framþróun í hönnun og framleiðslu flugustanga undanfarin ár byggir á nýjungum í lími sem bindur saman koltrefjar.
Í fyrsta skipti í fjöldamörg ár kemur nú á markað flugustöng úr nýrri gerð koltrefja.
Með
þessari nýju byltingarkenndu framleiðslutækni hefur stangarsmiðum Sage
tekist að búa til flugustöng með gríðarlegum krafti sem býður upp á
mikla línuhröðun en um leið með djúpri vinnslu, mikilli mýkt og
einstakri næmni.
Við erum búin að prófa. – Við erum orðlaus!
Kíktu til okkar í Síðumúla 8 og prófaðu nýju Sage R8 Core, stöngina sem á eftir að breyta leiknum.
R8 tæknin
Með hinni nýju R8 tæknibyltingu næst fram meiri tenging allt frá handfangi stangarinnar að flugu og aftur til baka sem skilar sér í meiri tilfinningu, bættu orkuflæði og stjórnun.
...
Með auknum þéttleika koltrefja í hinni nýju stöng hefur okkur tekist að bæta svörun stangarinnar í köstum og aukið tilfinningu.Þar sem orkuflutningur stangarinnar hefst nú alveg niður í handfangi ólíkt öllum öðrum stöngum er R8 Corenánast eins og eðlileg framlenging kasthandar og þú færð meiri stjórn á öllu kastferlinu.
Ný "Axial" koltrefjablanda
Háþróaðar nýju koltrefjarnar í bland við nýtt "nanó" hert bindiefnið gerir það að verkum að hægt er að auka þvermál stangarinnar hraðar frá toppi sem aftur leiðir til aukins styrks, eðlilegri orkuflutnings og aukinnar tilfinningar.
Næmni stangartoppsins færir þér mikla tilfinningu fyrir grönnum tökum á jafnvel smæstu þurrflugur.
Sterkur hryggur neðri hluta stangarinnar og næmur toppurinn auðveldar þér að stjórna fiski og ná honum á auðveldan hátt til dæmis frá klettum og gjám, úr straumþunga og á þann stað sem þú villt.
Hreinar koltrefjar
Nýtt og byltingarkennt efnið sem notað er í R8 gerir okkur kleift að framleiða stöng með stífari og sterkari hrygg í neðri hluta stangarinnar en næmari framenda sem eykur tilfinningu í köstum og þegar fiskur er þreyttur. Þessi nýja tækni gerir okkur einnig kleift að pakka meira magni af koltrefjum í dúkinn sem stöngin er gerð úr. Þannig næst fram jafnari orkuflutningur frá toppi niður í handfang sem aftur bætir flæði og stjórn á fluguköstum.
Aukinn styrkur og eðlilegra orkuflæði fæst með háþróaðri koltrefjablöndunni sem heldur hringlaga lögun stangarinnar einnig í þenslu og sveigju.