Notkun vafrakaka (e. cookies)
Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best.
Vafrakökur eru litlar textaskrár geymdar í vafranum þínum og hefur hvert lén (e. domain) sem þú skoðar sitt eigið svæði í gagnagrunni vafrans fyrir kökur. Almennt eru vafrakökur notaðar til að viðhalda notendastillingum, til þess að auðkenna innskráða notendur og til að koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Einnig er orðið algengt að nota vafrakökur til þess að rekja feril notenda á vefsíðu með vefmælingum. Auðvelt er að loka á vafrakökur eða eyða þeim en slíkt getur þó hamlað virkni vefsíðunnar. Upplýsingar um hvernig loka má á kökur má finna hér: all about Cookies.
Vefmælingar
Veiðihornið notast við Google Analytics og Facebook Pixel til vefmælinga á vefsíðum sínum. Veiðihornið nýtir upplýsingarnar til að skoða hversu mikið vefsíður fyrirtækisins eru notaðar og hvaða efni notendur eru áhugasamir um og aðlagar þannig vefsíður sínar betur að þörfum notenda auk þess að sýna miðaðar auglysingar á Google Adwords og samfélagsmiðlum með aðferðum á borð við remarketing. Google Analytics og Facebook Pixel fá ópersónugreinanleg gögn og Veiðihornið deilir ekki persónugreinanlegum gögnum notenda af vefnum til þriðja aðila.
Fyrispurnir
Veiðihornið býður notendum að hafa samband í gegnum þar til gert form á síðunni veidihornid.is og býðst notendum að skilja þar eftir nafn, síma og tölvupóstfang. Þessar upplýsingar eru notaðar til þess að geta örugglega náð aftur í viðkomandi og til þess að geta svarað viðkomandi á sem ýtarlegastan máta, bæði í þeim tilgangi að veita framúrskarandi þjónustu. Veiðihornið deilir ekki persónugreinanlegum gögnum notenda úr fyrirspurnum til þriðja aðila.
Pantanir
Þegar pantað er á netinu þarf að gefa upp kennitölu, nafn, netfang, símanúmer og heimilisfang. Tilgangur þess er að uppfylla kröfur laga um bókhald og að geta örugglega náð í viðkomandi ef þörf er á og til þess að geta afgreitt pantanir hratt og örugglega. Veiðihornið deilir ekki persónugreinanlegum gögnum notenda úr pöntunum til þriðja aðila.
Notkun Veiðihornsins á kökum
Með því að samþykkja skilmála um notkun á vafrakökum er okkur veitt heimild til að:
- Þekkja notendur sem hafa komið áður á vefinn og móta upplifun af honum og þjónustu út frá þeirri auðkenningu.
- Auðvelda notkun á vefnum, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum (t.d. samþykkt á notkun vafrakakna, skráningu eða afþökkun á skráningu á póstlista o.s.fr.).
- Að birta notendum auglýsingar sniðnar að hans þörfum og/eða áhugasviðum í gegnum þar til gerðar rásir (Google, Facebook, Youtube o.fl.)
- Bæta þjónustuna við þig með greiningu á noktunarmynstri vefsins.
Hlekkir
Vefur Veiðihornsins inni
Meðferð Veiðihornsins á persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar sem safnast við notkun á vafrakökum og fyrirspurnarkerfi verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Veiðihornið