Beykir
380 kr.
Beykir
Beykir er ein af þessum mögnuðu silungapúpum sem sá mikli fluguhönnuður og hnýtari Gylfi Kristjánsson gerði. Margar flugur Gylfa eru allsérstæðar í útliti og á það ekki síst við um Beyki.
Beykir hefur margsannað sig jafnt fyrir bleikju og urriða, allsstaðar og allt veiðitímabilið.
Hér er uppskrift Beykis sem má styðjast við
Krókur – Ahrex FW540
Þráður – Svart Semperfli Nano Silk eða Classic Waxed Thread 8/0
Vöf – Gulgrænn þráður
Búkur – Svart vinyl rib
Kragi – Brúnt spunaefni (dub)
Vængur – Fanir úr svartlitaðri gæsafjöður
Haus – Koparkúla.
Kúlan má gjarnan vera úr Tungsten þegar þarf að veiða djúpt í miklum straumi.