Black Brahan

650 kr.

Black Brahan

Black Brahan er uppáhald margra, hér hnýtt á svarta þríkrækju.

Fyrir mörgum áratugum þegar ég var tiltölulega nýfarinn að veiða á flugu sagði reyndur veiðimaður við mig:

„Ef þú ferð með eina flugu í Elliðaárnar, Óli, farðu með Black Brahan hnýtta á silfurþríkrækju í stærð 10 eða 12.
Farðu með hana í fljótið en það verður að vera gára á Fljótinu. Neðarlega í austurbakkanum er sef.  Þar fyrir utan og ofan er steinn á kafi.  Horfðu yfir hylinn og þar sérðu dökkan blett sem steinninn er á kafi.  Kastaðu flugunni í átt að austurbakkanum í átt að sefinu og láttu hana reka yfir steininn.  Liggi fiskur við hann tekur hann þessa flugu.“

Fáum dögum síðar átti ég seinnipart í Elliðaánum.  Ég fór með Black Brahan í stærð 12 og kastaði yfir steininn í Fljótinu.  Skömmu síðar lágu þrír laxar á bakkanum sem allir tóku fluguna.

Ég hef svo margoft sagt veiðimönnum þessa sögu þar sem ég veiti góð ráð við flugubarinn í Veiðihorninu og svo margir hafa komið til mín til baka og staðfest þetta allt saman.

Svo næst þegar þú ferð Elliðaárnar má Black Brahan ekki vanta í boxið þitt.
Óli í Veiðihorninu

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies