Black Ghost Sunburst með fjaðurvæng og JC

495 kr.

Black Ghost Sunburst með fjaðurvæng og JC

Án efa ein besta straumfluga allra tíma.  Black Ghost veiðir allt.  Fyrir um 40 árum var Black Ghost hnýtt á stóran straumflugukrók eða laxaeinkrækju einhver skæðasta flugan fyrir lax í haustveiðinni í Vatnsdalsá.

Black Ghost er hönnuð 1927 af  Herbert L. Welch.  Var flugunni ætlað að líkja eftir sílum.  Í þessari útfærslu má segja að Black Ghost sé klassísk en seinni árin hafa komið allskyns tilbrigði við þessa frábæru flugu.  Hún er stundum hnýtt með kanínuskinnræmu í væng í staðinn fyrir hanahálsfjöður, bæði óþyngd en einnig þyngd með ýmist kúlu eða keilu.  Þá eru til afbrigði þar sem hönnuðir leika sér með liti svo sem „sunburst“ og „olive“ liti í væng.

Hér er uppskrift þessarar mögnuðu flugu

Krókur – Legglangur Kamasan eða Ahrex krókkur í stærðum 2 til 10
Þráður – Svartur Classic Waxed Thread 6/0
Stél – Nokkrar gullitaðar fanir úr hanafjöður
Vöf – Ávalt UNI silfur tinsel (upphaflega var notað flatt silfurtinsel)
Búkur – Svart UNI flos
Skegg – Sama efni og í stéli
Vængur – Tvær hvítlitaðar söðulbakfjaðrir af hana
Kinnar – Frumskógarhanafjaðrir (Jungle Cock)
Haus – Svartur

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies