Ívar Örn Hauksson rekur flotta fluguhnýtingarás á Youtube. Hér hnýtir Ívar Bleika og bláa.
Ívar hnýtir fjölmargar flugur á rásinni sinni. Kíkið á það.
Birt með góðfúslegu leyfi Ívars.
Bleik og Blá með kúluhaus
495 kr.
Bleik og Blá með kúluhaus
Bleik og blá er án efa ein albesta sjóbleikjuflugan á markaðnum. Bleik og blá er bæði til þyngd með kúlu eins og fluga dagsins en einnig án kúlu og veiðir hún þá nær yfirborði.
Mér hefur reynst best að kasta þessari flugur svolítið niður fyrir mig í straumi og hægja eins mikið á rennsli flugunnar og hægt er með því að menda línunni aftur og aftur upp í strauminn. (Óli í Veiðihorninu).
Hönnuður þessarar mögnuðu flugur er Björgvin Guðmundsson.
Hér er uppskrift sem styjast má við:
Krókur – Ahrex NS110
Þráður – Svart Semperfli Classic Waxed Thread 6/0
Stél – Fanir úr blálitaðri hanafjöður
Vöf – Ávalt UNI silfur Tinsel
Búkur – Flatt UNI silfur Tinsel
Skegg – Fanir úr bleiklitaðri hanafjöður
Væntur – Síðufjöður af urtönd
Hauskragi – Bleikt Chenille
Haus – Gyllt kúla