Blue Charm

650 kr.

Blue Charm

Blái sjarmörinn er sannarlega góð veiðifluga.  Í bókinni Veiðiflugur Íslands sem Veiðihornið endurgaf út árið 2006 (fyrst gefin út árið 1997) má lesa þetta um Blue Charm: (Er án efa ein veiðnasta og vinsælasta laxaflugan hérlendis.  Hún er talin veiða allt tímabilið en þó oft sögð talin ein aðal júlíflugan í ánum suðvestanlands og vestanlands.“

Oft er talað um stuld og stælingu laxaflugna.  Í því sambandi má velta fyrir sér hvor kom á undan í hárútgáfu Blue Charm eða Hairy Mary eða jafnvel Munro Killer?  Við gætum bætt við Munro Killer, Thunder and Lightning og mörgum fleiri.  Allt er þetta í raun og veru sama flugan það er hvað varðar uppbyggingu.  Litirnir skipta hér þó máli því þó Hairy Mary og Blue Charm séu nauðalíkar í byggingu skilja litirnir þær að.

Sá sem þetta skrifar (Óli í Veiðihorninu) þekkti vel veiðimann á níunda áratug síðustu aldar sem veiddi bara lax á eina flugu; Blue Charm.  Í litlu vatni var stærð 8 hnýtt undir og í meira vatni eða jafnvel flóði var notuð stærð 6, 4 eða jafnvel númer 2 einkrækja sett undir.

Engar töfratúbur þekktust í þá daga.  Hefur veiðin aukist með öllum töfraflugum nútímans?  Spurning sem má velta fyrir sér.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies