Blue Doctor

650 kr.

Blue Doctor

Blue Doctor er sérlega falleg fluga.  Doctor flugurnar voru hannaðar af James Wright uppúr 1830.  Auk Blue Doctor eru Black Doctor og Silver Doctor þekktar og veiðnar flugur.

Í þá daga voru flugurnar hnýttar á stórar einkrækjur og hlaðnar efni en hér að neðan er uppskrift sem styðjast má við viljir þú hnýta Blue Doctor eins og hún var hnýtt fyrir ríflega 100 árum.

Gömlu fjaðurvængja flugurnar hafa nú margar verið útfærðar í hárvæng líkt og flugan sem er í boxinu þínu í dag.  Við gengum þó skrefinu lengra og létum hnýta Blue Doctor fyrir okkur eins léttklædda og hægt er á litla laxaeinkrækju, tilvalda til að gára með.  Blue Doctor veiðir vel allt sumarið frá júní og langt framá haustið. 

Næsta sumar þegar lítið er að gerast skaltu endilega nota litlu laxaeinkrækjurnar sem hafa töfrast uppúr jóladagatalinu þínu.  Við erum fullviss þess að þær eigi eftir að gefa þér veiði í sumar.

Hér er uppskrfit af klassískum Blue Doctor frá T.E. Pryce-Tannatt

Krókur – 1/0 – 12, legglangur eða hefðbundinn
Tvinni – Svartur UNI 6/0
Broddur – Ávalt silfur og gult flos
Stél – Hausfjöður af gullfasana og fanir úr bekkfjöður af gullfasana
Loðkragi – Rauð ull
Vöf – Ávalt silfur tinsel
Búkur – Ljósblátt flos
Búkfjaðrir – Blálituð hanahálsfjöður
Skegg – Blálituð fjöður af perluhænu
Undirvængur – Fanir úr bekkfjöður af gullfasana og fanir úr stélfjöður af gullfasana
Vængur – Fanir úr rauðlituðum, blálituðum og gullituðum gæsafjöðrum, fanir úr vængfjöðrum af risadoðru og trölladoðru, fanir úr vængfjöðrum af páfugli, fanir úr dílóttum brúnum stélfjöðrum af kalkúna, fanir úr kanellituðum stélfjöðrum af kalkúna, fanir úr bronslitum síðufjöðrum af stokkönd
Síður – Fanir úr síðufjöðrum af urtönd og skógarönd
Toppur – Hausfjöður af gullfasana
Haus – Svartur með rauðri ullarrönd aftan við.

Hún er einfaldari uppskriftin af flugunni sem þú átt nú og veiðir betur.  Nútíma hárvængja flugur eru mun líflegri í vatni en gömlu mikið klæddu fjaðurvængja flugurnar.

Clear

Shadow Flies