Colburn Special

650 kr.

Colburn Special

Hönnuður: Walter O. Colburn

Leynifluga?  Já, svo sannarlega.  Colburn Special var vel þekkt og mikið notuð á árum áður en féll svo í gleymskunnar dá.  Það voru svo veiðileiðsögumenn í Húnavatnssýslu sem fóru að reyna hana löngu síðar og viti menn.  Þessi fluga var oft dregin uppúr leynifluguboxinu og hnýtt á fyrir viðskiptavini þegar ekkert var að gerast og engin taka.

Við mælum með því að allir eigi Colburn Special í boxinu og ekki síst þegar aðeins fer að líða á veiðitímann.  Það er eitthvað við þessa gulu og grænu liti.

Allar góðar veiðiflugur eiga heima á flugubarnum í Veiðihorninu Síðumúla 8.  Allar netpantanir sem okkur berast eru sendar samdægurs eða næsta virka dag.

Hér er uppskriftin að þessu góða leynivopni:

Colburn Special
Krókur – Ahrex HR424 Classic Low Water.
Tvinni – Svartur UNI 8/0 eða 6/0 á stærri króka.
Broddur – UNI ávalt silfur tinsel.
Búkur – Grænt UNI flos.
Búkkragi – Fön úr svartlitaðri strútsfjöður.
Skegg – Fanir úr gullitaðri hanafjöður.
Undirvængur – Hár úr grænlituðu íkornaskotti.
Yfirvængur – Hár úr svartlituðu íkornaskotti.
Haus – Svartur

Clear

Shadow Flies