Crossfield

650 kr.

Crosfield

Crosfield er ein af okkar betri birtuflugum, sér í lagi þegar hún er hnýtt á silfurþríkrækju eins og hér.

Í bókinni Veiðiflugur Íslands sem kom fyrst út árið 1997 og Veiðihornið gaf út aftur árið 2006 má lesa þetta um Crosfield:
„Flugan var hönnuð af Shetney Crosfield, bróður Ernest M. Crosfield sem var einn þekktasti fluguveiðimaður Breta snemma á síðustu öld en þeir bræður stunduðu m.a. veiðar í Elliðaánum.  
Sagan hermir að Shetney hafi fundið gráa fjöður af stokkönd á árbakkanum og hugsað með sér að hún yrði sennilega gott vængefni í flugu.  Upphaflega hét flugan Yellow Head og var með gulan haus en var seinna nefnd Crosfield.  Bæði Crosfield og Yellow Head eru framúrskarandi veiðiflugur, sérstaklega í mikilli birtu og á haustin.“

Við hlökkum til að heyra veiðisögurnar þínar í sumar.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kortagreiðsla - Færsluhirðing Landsbankans
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies