Uppselt
EK4 12
380 kr.
EK4
Við fengum Eið Kristjánsson til að hnýta fyrir okkur nokkur afbrigði
af púpu í andstreymisveiði og „Euro Nymphing“ en Eiður er einn af okkar
fremstu fluguhnýturum.
Púpurnar bera ekki nafn en við nefndum þær einfaldlega með númeri á eftir upphafsstöfum Eiðs.
EK flugurnar birtust fyrst í flugubar Veiðihornsins árið 2022 og hafa heldur betur sannað sig.
Allar EK púpurnar eru hnýttar á Jig króka, eða króka með niðurbeygðum legg við auga. Þungar tungstenkúlur og lagið á króknum gerir það að verkum að flugurnar sitja í vatni með buginn upp og festast því síður þegar þær veiða niður við botn.
Hér er sú önnur, EK4.
Uppselt