Frances Nymph Red Jig
650 kr.
Frances Nymph Red Jig
Hér sjáum við rauðu útfærslu Frances púpunnar en þú sást svörtu útgáfuna 2. desember síðastliðinn.
Síðustu
árin, ekki síst þegar vatnslítið er hefur andstreymisveiði fyrir lax
orðið æ vinsælli. Það lá því beint við að hnýta vinsællustu laxaflugu
allra tíma, Frances sem andstreymispúpu.
Andstreymispúpur eru
gjarnan hafðar þungar og hnýttar á Jig krók. Þær snúa því öfugt í
vatni, þ.e. oddur öngulsins snýr upp og flugan festist því síður í
botni.
Þegar þú veiðir lax andstreymis má segja að þú veiðir
hylinn öfugt. Þú byrjar neðst, kemur aftan að fiskunum, kastar fram
fyrir þá og lætur fluguna fljóta í áttina að þeim. Við viðkvæmar
aðstæður reynist þessi aðferð oft mjög vel.
Ég tala nú ekki um ef þú
þekkir veiðistaðinn vel og veist hvar heitustu blettirnir eru. Þá getur
þú læðst varlega að þeim og einbeitt þér að því að vippa eða kasta
andstreymisflugunni á það svæði.
Segðu okkur veiðisögur þegar þú kemur næst í heimsókn.


