Frances Sólargul

650 kr.

Frances Sólargul

Það er við hæfi á þessum degi að velja sólargula Frances því nú er dagurinn stystur og sól hækkar á himni á ný.  Hægt í fyrstu en svo kemur það….

Frances flugan er svo öflug eins og við vitum allir laxveiðimenn.  Hugsanlega vegna þess hve mikið hún er notuð en það er ekki bara það.  Líklega er form flugunnar og hreyfing hennar í vatni sem skilur á milli Frances og margra annarra flugna.

Einu sinni var sagt að ef Frances flugan ætti að veiða virkilega vel þyrftu fálmarar flugunnar vera hnýttir úr punghárum villisvína, lifandi villisvína.

Svört og rauð Frances eru náttúrulega vinsælustu og þekktustu útfærslurnar.  Á mínum veiðiferli sem telur nokkra áratugi nú hef ég sannreynt að það getur verið gott að eiga Francesfluguna í nokkrum litum.  Fyrr í mánuðinum vorum við með Kóngabláan Frances sem reynst hefur gríðarlega vel ekki síst þegar svört Frances hefur verið mikið notuð.

Þú ættir að eiga nokkrar ljósar Francesflugur í boxunum þinum í sumar.  Hvítar eða gular því eins og þumalputtareglan segir bjartar í björtu veðri og dimmar í dumbungi.

Á dimmasta degi ársins byrjum við að telja niður.  Það birtir.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies