Hairy Mary
650 kr.
Hairy Mary Silver Treble
Við erum ekki að kynna neina nýjung hér því Hairy Mary varð til á Bretlandseyjum um miðja síðustu öld. Og þó.
Hér er þessi þekkta og gjöfula fluga hnýtt á silfurkrók. Góður vinur Veiðihornsins sem starfar mikið við veiðileiðsögn gaukaði því að okkur haustið 2024 að við skylrum prófa að láta hnýta nokkrar á silfukrók fyrir okkur til prufu. Sjálfum finnst mér (Óli) Hairy Mary alltaf fallegust á svörtum krók. En viti menn, flugan seldist nánast upp fáeinum dögum eftir að hún birtist fyrst á flugubarnum um miðjan júlí.
Hairy Mary var hönnuð um miðja síðustu öld á Bretlandseyjum. Hairy Mary er ein af fyrstu hárflugunum sem komu fram á sjónarsviðið. Flugan varð strax vinsæl, ekki síst vegna þess að hárvængsflugur kostuðu mun minna en gömlu fjaðurvængsflugurnar (klassísku flugurnar) sem notaðar höfðu verið þar áður. Bæði var allt efni dýrara auk þess sem tími og vinna var mun meiri við að hnýta gömlu flugurnar.
Svo ekki sé minnst á hve hárvængsflugur eru mun líflegri í vatni en gömlu klassísku flugurnar.
Hönnuður Hairy Mary er líklega John Reidpath sem var veiðivörusali í Inverness í Skotlandi en flugan var fyrst notuð í ánum Ness og Conon.
Hairy Mary er að mínu mati (Óli) alltof lítið notuð fluga í dag. Það er ekki vitlaust að eiga hana hnýtta á svartan krók og silfur fyrir sumarið sem kemur.
Hér að neðan er uppskriftin að Hairy Mary:
Hairy Mary
Krókur – Ahrex HR490B.
Tvinni – Svartur UNI 8/0.
Broddur – Ávalt UNI gull tinsel.
Stél – Hausfjöður af gullfasana.
Vöf – Ávalt UNI gull tinsel.
Búkur – Svart UNI flos.
Skegg – Fanir af blálitaðri hanafjöður.
Vængur – Hár af brúnlituðu íkornaskotti.
Haus – Svartur





