Hexagon Klaki
695 kr.
Hexagon Klaki
Eins konar Hexagon hæði hefur geysað síðustu tvö til þrjú árin þó lengra sé síðan fyrstu Hegagon túpurnar litu dagsins ljós..
En hvað er Hexagon? Hexagon er haus, notaður til þess að þyngja túpur og flugur. Ekki keilulaga (cone) eða kúlulaga (bead), heldur er hausinn kantaður, yfirleitt sexstrendur en þaðan kemur nafnið Hexagon. Hexagon hausar eru gjarnan gerðir úr Tungsten sem er mun þyngra en blý. Flugur / túpur hnýttar með Hexagonhaus eru gjarnan litlar og sökkva því hratt.
Stóru gallarnir við þungu Hexagonhausana eru þeir að þeir brjóta stangir og gata vöðlur en það Þekkjum við sem stöndum á búðargólfinu og þjónumstum veiðimenn allan daginn, alla daga sumarsins.
Fjölmargar þekktar flugur hafa verið hnýttar í Hexagonútfærslu og margar nýjar flugur litið dagsins ljós. „Þið verðið að eiga þessa á flugubarnum“ sagði ónefndur vinur okkar sem starfar á sumrin við veiðileiðsögn þegar hann færði okkur fluguna sem birtist 4. desember. „Hún heitir Klaki og er hönnuð af veiðileiðsögumanni á norð-austur horninu.“ Eftir því sem við komumst næst er Klaki hannaður af hinum þekkta veiðimanni og gæd, Stefáni Hrafnssyni. „Öflugt leynivopn sem hefur oft bjargað mér með viðskiptavini í tregatöku.“ Hélt hann áfram.
Klaki er ein af Hexagon flugunum sem veiddu sannarlega vel síðastliðið sumar.
Góða skemmtun.








