Hnýtum sjálf – Collie Dog
4.895 kr.
Hnýtum sjálf – Collie Dog
Veiðihornið kynnir skemmtilega
nýjung. 6 flugupakkar munu birtast, einn í viku út apríl. Fyrsti
pakkinn birtist 20. mars og sá næsti þann 28. og svo koll af kolli, 4.,
11., 16. og 23 apríl.
Í hverjum pakka er fyrirmyndarfluga ásamt
efni í 15 samskonar flugur ásamt upplýsingum um fluguna og QR kóði sem
færir eigandanum stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli
fluguna.
Heiti Þessa pakka er Hnýtum sjálf Collie Dog. Pakkinn
inniheldur eina Collie Dog, hnýtta á tvíkrækju, ásamt Mustad DL71U
tvíkrækjum í þremur stærðum, Semperfli 8/0 hnýtingaþræði og efni til að
hnýta 15 Collie Dog.
Pakkarnir eru ætlaðir byrjendum í fluguhnýtingum en einnig þeim sem vilja hnýta og veiða á sínar eigin flugur.
Fyrsta
laxaflugan sem við hnýtum í þessari seríu er Collie Dog sem er
einföld í hnýtingu en afar veiðin fluga, ekki síst í ljósaskiptunum síðsumars.
Allt
efni í þrjár stærðir; 10, 12 og 14 er í pakkanum utan lakks en við mælum
með glæru Veniard Cellire fluguhnýtingalakki.
QR kóði fylgir í pakkanum sem tengir við stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli Collie Dog.
Hér er því á ferð frábær pakki fyrir alla sem vilja kynnast fluguhnýtingum og læra að hnýta.
Kunnur sænskur fluguhnýtari, Niklas Dahlin hnýtir. María Anna Clausen les.
Enskur texti fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Föstudaginn 11. apríl kynnum við nýjan pakka í þessari seríu. í honum verður seinni púpan sem við hnýtum sjálf.
Í fyrsta pakkanum hnýttum við Peacock púpu, í síðustu viku hnýttum við straumfluguna Heimasætu og nú er komið að fyrstu laxaflugunni, Collie Dog. Í næstu viku ætlum við að hnýta þá skæðu púpu, Krókinn.