Hnýtum sjálf – Heimasætan

4.495 kr.

Hnýtum sjálf – Heimasæta

Veiðihornið kynnir skemmtilega nýjung.  6 flugupakkar munu birtast, einn í viku út apríl.  Fyrsti pakkinn birtist  20. mars og sá næsti þann 28. og svo koll af kolli, 4., 11., 16. og 23 apríl.

Í hverjum pakka er fyrirmyndarfluga ásamt efni í 15 samskonar flugur ásamt upplýsingum um fluguna og QR kóði sem færir eigandanum stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli fluguna.

Heiti fyrsta pakkans er Hnýtum sjálf Heimasætu.  Pakkinn inniheldur eina Heimasætu, hnýtta á straumflugukrók , ásamt Daiichi 2220 krókum í þremur stærðum, Semperfli 8/0 hnýtingaþræði og efni til að hnýta 15 Heimasætur.

Pakkarnir eru ætlaðir byrjendum í fluguhnýtingum en einnig þeim sem vilja hnýta og veiða á sínar eigin flugur. 
Fyrsta straumflugan sem við hnýtum í þessari seríu er Heimasætan sem er einföld í hnýtingu en afar veiðin straumfluga í sjóbleikju.
Upphaflega er Heimasætan hnýtt á straumfluguöngul en í seinni tíð er hún líka hnýtt á hefðbundna og bogna (Grubber) púpukróka.

Allt efni í þrjár stærðir; 6, 8 og 10 er í pakkanum utan lakks en við mælum með glæru Veniard Cellire fluguhnýtingalakki.  Ef Heimasætan er hnýtt með hvítum hnýtingaþræði þarf að mála hausinn svartan með Veniard lakki.
Oft eru hvít og svört augu máluð á svartan haus flugunnar en í pakkanum koma tilbúin augu sem eru límd á hausinn og síðan lakkað yfir með glæru Veniard lakki.

QR kóði fylgir í pakkanum sem tengir við stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli Heimasætu.
Hér er því á ferð frábær pakki fyrir alla sem vilja kynnast fluguhnýtingum og læra að hnýta.

Kunnur sænskur fluguhnýtari, Niklas Dahlin hnýtir.  María Anna Clausen les.
Enskur texti fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Föstudaginn 4. apríl kynnum við nýjan pakka í þessari seríu.  í honum verður fyrsta laxaflugan sem við hnýtum.  Hlutirnir þurfa ekki alltaf að vera flóknir.  Við ætlum að hnýta einhverja þá einföldustu laxaflugu en um leið einhverja þá bestu.  Collie Dog

Eftir að hafa hnýtt 15 Peacock púpur og 15 Heimsætur ferðu létt með töfrafluguna Colli Dog.

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies