Hnýtum sjálf – Peacock
3.995 kr.
Hnýtum sjálf – Peacock
Veiðihornið kynnir skemmtilega nýjung. 6 flugupakkar munu birtast, einn í viku út apríl. Fyrsti pakkinn birtist 20. mars og sá næsti þann 28. og svo koll af kolli, 4., 11., 16. og 23 apríl.
Í hverjum pakka er fyrirmyndarfluga ásamt efni í 15 samskonar flugur ásamt upplýsingum um fluguna og QR kóði sem færir eigandanum stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli fluguna.
Heiti fyrsta pakkans er Hnýtum sjálf Peacock. Pakkinn inniheldur eina Peacock púpu, ásamt 15 Ahrex FW560 krókum í þremur stærðum, kúlum í þremur stærðum, Semperfli 8/0 hnýtingaþræði og efni til að hnýta 15 Peacock púpur.
Pakkarnir eru ætlaðir byrjendum í fluguhnýtingum en einnig þeim sem vilja hnýta og veiða á sínar eigin flugur.
Það kom því eiginlega engin önnur fluga til greina í fyrsta pakkann en Peacock púpan eftir Kolbein Grímsson. Peacock er afar einföld í hnýtingu en um leið einhver gjöfulasta púpan okkar í urriða og bleikju.
Peacock er hnýtt á ýmsa vegu en í þessum pakka ákváðum við að hnýta Peacock á legglangan krók með blývír og kúluhaus.
Allt efni í þrjár stærðir; 10, 12 og 14 er í pakkanum utan lakks en við mælum með glæru Veniard Cellire fluguhnýtingalakki.
QR kóði fylgir í pakkanum sem tengir við stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli Peacock.
Hér er því á ferð frábær pakki fyrir alla sem vilja kynnast fluguhnýtingum og læra að hnýta.
Kunnur sænskur fluguhnýtari, Niklas Dahlin hnýtir. María Anna Clausen les.
Enskur texti fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Föstudaginn 28. mars kynnum við nýjan pakka í þessari seríu. í honum verður Heimasætan, hnýtt á straumflugukrók. Heimasætan sem er eftir Óskar Björgvinsson er ein af okkar skæðustu straumflugum í sjóbleikju.
Þegar þú hefur hnýtt 15 Peacock púpur ertu tilbúin/n í að hnýta Heimasætuna í næstu viku.