Kötturinn-Mickey Finn

650 kr.

Kötturinn MIckey Finn   

Þegar þesi óhefðbundna fluga kom fram á sjónarsviðið sló hún strax í gegn.

Kötturinn veiðir jafnt urriða sem lax.  Og sé flugan hnýtt í litum heimasætunnar eru hún einnig gríðarlega skæði í sjóbleikju.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig svartur Köttur er hnýttur. Ívar í flugusmiðjunni hnýtir.

Hér er Kötturinn hnýttur í Mickey Finn litunum.  Svona hefur hann reynst sérlega vel í lituðu vatni.

Hönnuður Kattarins er Pjetur G. Hjaltason.  Hann segir hér frá hvernig þessi skæða fluga varð til:
„Það var nokkrum dögum fyrir veiðitúr í Laxá í Laxárdal haustið 1996, að ég settist niður til að hnýta nokkrar flugur.  Ég ætlaði að hnýta bjöllulíki sem ég hafði heyrt að gengi vel í Laxá á vandláta fiska.  Bjöllulíkið var þannig hnýtt að bucktail var hnýtt niður, endarnir lausir snúa fram og síðan lagt aftur yfir og snyrt að framan.  Ég brá þræðinum á og hnýtti niður hárvöndul, lagði hárin aftur yfir, hnýtti og sá þa að þetta var auðvitað alveg kolvitlaust, snéri allt í öfuga átt.  En bíddu nú við, þetta var ekki svo vitlaus fluga, bætum við augum og setjum svolítið glitrandi inn á milli stélháranna…  og flugan var fædd.  Þegar hún lá þarna frágengin á borðinu hjá mér, kom sonur minn til mín leit á verkið og sagði, „Pabbi þetta er eins og lítill köttur.“  Þá var líka nafnið komið.“

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kortagreiðsla - Færsluhirðing Landsbankans
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies