Langskeggur
380 kr.
Langskeggur
Langskeggur er án efa ein albesta bleikjupúpa sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðustu árin. Hönnuður þessar mögnuðu flugu er hinn kunni fluguhnýtari og veiðimaður, Örn Hjálmarsson. Flugan veiðir vel í vötnum landsins en líklega best þó sjóbleikjuna í Hraunsfirði.
Langskeggur er upphaflega svartur en nú er einnig farið að hnýta þessa góðu flugu með brúnu garni og svo má líka finna hana þyngda með kúlu. Allar útværslur hafa reynst vel og einkanlega þá í stærðum 12 og 14.
Hér er uppskrift Langskeggs:
Krókur – Legglangur. Kamasan B800 í stærðum 12 og 14
Þráður – Svartur Semperfli Nano Silk eða Classic Waxed Thread 8/0
Vöf – Semperfli koparvír
Búkur – Svart árórugarn
Vænghylki – Dökkbrúnt UNI Flos eða Body Stretch.
Skegg – Fanir úr svartlitaðri hanahálsfjöður