Litla Bleik

385 kr.

Litla Bleik

Við kynnum til sögunnar nýja púpu.  Reyndar er Litla bleik ekki alveg ný því hún var fáanleg á flugubar Veiðihornsins í sumar og gaf vel.

Hann Binni vinur okkar sem átti einnig Pinky sem þú sást 2. desember gerði þessa veiðnu púpu.  Binni er sérfræðingur þegar kemur að veiði í Elliðavatni og hefur tælt margar bleikjur og jafnvel stöku lax á púpuna Litlu bleik.

Púpan er einföld í hnýtingu og hér er uppskrift sem má styðjast við:

Krókur – Legglangur Ahrex
Haus – Koparkúla (við mælum með 3.8mm á krók 10, 3.3mm á krók 12 og 2.8mm á krók 14
Tvinni – Svartur UNI 8/0
Vöf –  ávalt UNI silfur tinsel
Búkur – Bleikt flos
Kragi – Peacock fanir

Þess má geta að Litla bleik reyndist líka afburðagóð í sjóbleikju í sumar.   Ef þú ætlar að hnýta Litlu bleik fyrir andstreymisveiði í hraðari strengjum mælum við með því að þú skiptir koparkúlunni út fyrir tungstenkúlu og hnýtir á Jig króka frá Ahrex.

Góða skemmtun.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kortagreiðsla - Færsluhirðing Landsbankans
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies