Nagli
650 kr.
Nagli
Hönnuður: Gísli Ásgeirsson
Þessi fallega fluga er dæmigerð miðsumars fluga. Nagli hefur gefið sérstaklega vel í Borgarfjarðaránum en ekki síður í ánum miklu á norð-austur horninu. Nagli er ýmist hnýttur á silfurþríkrók sem gefur vel í björtu veðri en einnig á svarta þríkrækju sem virkar einhvernvegin alltaf betur þegar dimmt er yfir.
Þú þarft eiginlega að eiga Nagla í báðum útfærslum.
Hér kemur uppskrift sem styðjast má við:
Nagli
Krókur – Ahrex 490B ED (svartur) eða Ahrex 490G ED (silfur).
Tvinni – Rauður UNI 8/0 .
Búkur – Blátt flatt tinsel.
Skegg – Fanir úr blálitaðri hanafjöður.
Vængur – Hár úr svartlituðu íkornaskotti ásamt nokkrum þráðum af bláu Krystalflash.
Kinnar – Frumskógarhani (Jungle Cock). Þetta efni er erfitt að fá en einnig má nota prentaðar fjaðrir frá Semperfli.
Haus – Rauður