Nobbler Appelsínugulur

495 kr.

Nobbler Appelsínugulur    

Nobbler flugurnar eru til í fjölmörgum útgáfum, útfærslum og litum.  Áður voru þær gjarnan hnýttar á langa straumfluguöngla en seinni árin er Nobbler algengari hnýttur á styttri króka líkt og fluga dagsins.

Nobbler er ekki svo gömul fluga því hún var hönnuð af englendingnum Trevor Housby á áttunda áratug síðustu aldar.  Stutta útfærslan sem hér birtist er kennd við hinn kunna veiðimann og hnýtar Stefán Hjaltested.  Takið einnig eftir því að í útfærslu Stefáns er Chenille efninu sem notað er í búkinn einnig krossvafið um þverhausinn á flugunni.

Hér að neðan eru myndir af Nobbler eins og hann var algengari í kringum aldamótin síðustu og svo styttri útfærslan sem vinsælli er í dag.

Hér er uppskrift af Appelsínugulum Nobbler sem styjast má við:

Krókur – Ahrex NS110
Tvinni – Appelsínugulur Semperfli þráður annað hvort Classic Waxed Thread 6/0 eða Nano Silk
Stél – Appelsínugullitaðar Marabou fjaðrir og örfáir þræðir af Cystal Flash.
Loðkragi – Skærgult Chenille
Vöf – Silfurllitaður Semperfli vír
Búkfjöður – Svartbekkjótt appelsínugul hanahálsfjöður.
Búkur – Appelsínugult Chenille
Haus – Vaskakeðja eða þverhaus

Clear

Shadow Flies