Peacock Kúluhaus

380 kr.

1. desember 2023 er runninn upp.    Í dag má opna fyrsta boxið í jóladagatalinu þínu 24 silungaflugur til jóla. 
Heppnin er með þér því miklu færri  fengu jóladagatal en vildu. 
Nöfn
þeirra sem pöntuðu jóladagatalið í forsölu lentu í lukkupotti.  Við
drögum eitt nafn úr pottinum síðar í mánuðinum og færum þeim heppna /
þeirri heppnu vandaða jólagjöf á aðfangadag jóla.
Góða skemmtun í desember.

Fyrsta flugan í mánuðinum er Peacock.  Í boxinu í jóladagatalinu þínu er flugan hnýtt eins og hún var gjarnan hnýtt fyrir 30 árum.  Það er án kúlu en kúlur til þynginga á púpum komu fram á sjónarsviðið um 1995.
Í dag er Peacock nánast alltaf hnýtt með kúlu.  Prófaðu hana líka í þessari útfærslu.  Svona veiðir hún nær yfirborðinu og það gerir oft gæfumuninn.

Peacock

Hönnuður: Kolbeinn Grímsson

Peacock er líklega þekktasta íslenska púpan enda veiðin með afbrigðum og virkar allt sumarið.

Peacock er ein af fjölmörgum frábærum flugum sem Kolbeinn heitinn Grímsson hannaði og gerði frægar.  Peacock er hnýttur í mörgum myndum.  Stundum óþyngdur en oftar þyngdur með brass- eða tungstenkeilu.  Stundum á legglangan silungaöngul en einnig oft á boginn „grubber“ krók.

Þó Peacock sé silungafluga veit laxinn það ekki og tekur oft Peacock mið- og síðsumar þegar vatn hefur hrapað, aðstæður viðkvæmar og veiðimenn beita andstreymistækni.

Peacock
Uppskrift og aðferðir:
Krókur – Ahrex FW560 Nymph
Tvinni – Svartur Semperfli Classic Waxed eða Semperfli Nano Silk í smæstu flugur.
Búkþynging – Semperfli blývír
Vöf – Silfur Semperfli vír
Búkur – Nokkrar páfuglsfanir (Peacock)
Kúla – Gyllt
Haus – Rauður og svartur.

Ef hnýta á óþyngdan Peacock sleppum við blývír undir klæðningu og kúlu.  Einnig sleppum við koparvírnum sem við notum í vöf.
Til þess að styrkja Peacock fanirnar í búknum vefjum við þeim utan um tvinnann og svo snúnum um tvinnann utan um öngul til að klæða búkinn.
Sumir vilja eiga Peacock með mun þykkari búk.  Þá getur verið ágætt að vefja ullarbandi fyrst utan um öngullegginn og beravel af lími á.
Þegar ullarbúkurinn er svo orðinn sæmilega þurr má vefja páffuglsfönunum yfir sem klæðningu.
Einhverjir vilja gera rauðan brodd aftan við búkinn í stað þess að nota rauða litinn við haus.

Eitt er víst að fjölmargar útfærslur eru til af þessari vinsælu silungapúpu.
Silungapúpu?  Já, en hún veiðir einnig oft vel í laxveiði þegar hnýtt er með þungum tungstenhaus og kastað andstreymis.

Peacock í öll box! 
Við sendum allar netpantanir sem okkur berast samdægurs eða næsta virka dag.

Hér að neðan er stuttmynd frá Shadow Flies þar sem Niklas Dahlin hnýtir Peacock fyrir okkur.

Hér er einnig hlekkur á grein um skemmtilega samkeppni sem við efndum til í mars 2022 þar sem við gáfum hnýturum frjálsar hendur í hnýtingum á Peacock.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies