Rusty Rat Black Double
650 kr.
Rusty Rat Black
Clovis Arsenault var frábær hnýtari í Norður Ameríku og hannaði og þróaði bæði silunga- og laxaflugur í sínum sérstaka stíl.
Flugur Clovis eru vel þekktar í Kanada, Norður-Ameríku og Evrópu en hann sérhæfði sig í mikið klæddum, hárvængjaflugurm fyrir Atlantshafslax.
Clovis var mjög þekktur hnýtari og fluguhönnuður þegar hann lést og eru flugur hans enn mikið notaðar í Norður Ameríku og Kanada. Uppáhaldsárnar hans voru Restigouche og Upsalquich.
Samkvæmt frásögn Clovis eru uppruni Rusty Rat flugunnar þessi: Joseph nokkur Pulitzer var við veiðar með flugu sem hann hafði fengið frá Clovis. Í stað svarts undirlags hafði Clovis notað ryðlitaðan þráð. Þegar Pulitzer var búinn að landa nokkrum löxum á fluguna kom ryðlitaður undirþráðurinn í gegn. Þrátt fyrir að flugan væri orðin slitin og sjúskuð reyndir Pulitzer hana áfram og endaði á því að setja í og landa 40 punda laxi.
Spenntur sýndi Pulitzer Clovis fluguna og lýsti ævintýrunum. Clovis reyndi að hnýta rétta flugu úr flaki flugunnar sem Pulitzer hafði veitt 40 pundarann á. Loksins þegar Pulitzer var orðinn ánægður með árangurinn nefndi Clovis flugunar Rusty Rat.
Rusty Rat er alltof lítið notuð laxafluga á Íslandi. Líklega þekkja hana fæstir veiðimenn hér á landi – en margir fiskar.