Sage Foundation

89.900 kr.

Sage Foundation stöngin er byggð á Graphite IIIe.  Að okkar mati er þetta besta „byrjendastöng“ sem komið hefur frá Sage í áratugi.

Sage Foundation er hröð og kröftug stöng sem ræður vel við köst í vindi en er ekki of stíf og fyrirgefur þar af leiðandi ófullkominn kaststíl byrjandans.

Foundation er 9 feta stöng í fjórum hlutum og kemur í nælonklæddum hólki með renndu loki.  Stöngin er framleidd fyrir línuþyngdir 4 til 8.

Clear
  • Þessi vara er væntanleg í nýja netverslun Veiðihornsins.
    Fáðu frekari upplýsingar hjá okkur í síma 568 8410.
Sage