Sjáandinn
650 kr.
Sjáandinn
Hinn kunni veiðimaður og fluguhnýtari, Einar Páll Garðarsson var við leiðssögn í Norðurá fyrir allmörgum árum. Palli var með hjón á milli fossa eins og kallað er í þessari fallegu á.
Þar sem Palli lá á klettabrún sá hann allmarga laxa liggja í góðu færi og benti hjónunum á hvar skyldi kasta og hvernig skyldi strippa inn. Hjónin sem eru vanir veiðimenn sáu aldrei laxana sem Palli benti þeim á fyrr en þeir voru á.
Eftir þennan morgun gaf eiginkonan flugunni nafnið Sjáandinn.
Sjáandinn er sannarlega ein af betri miðsumars laxaflugum okkar, einkum á björtum, fallegum sumardögum.