Squirmy Wormy Hot Pink Jig
385 kr.
Squirmy Wormy Hot Pink Jig
Er þetta fluga eða er þetta ekki fluga? Við heyrum oft heitar umræður um þessa flugu við flugubarinn okkar. Allir hafa á henni skoðanir og margir harðneita að nota hana, segja hana ekki vera flugu.
En eru lirfur / púpur þá flugur? Hvað um Peacock, Pheasant Tail, Hare´s Ear og aðrar púpur?
Allar silungaflugur eru eftirlíkingar af æti, ætlaðar til þess að freista fiska. Hvort heldur sem er straumfluga sem líkir eftir hornsíli, þurrflugur sem líkja eftir fullþroskuðum flugum eða hinar ýmsu púpur sem líkja til dæmis eftir lirfum á ýmsum þroskastigum. Því er þá Squirmy sem líkir eftir litlum ormum sem fiskar taka, ekki fluga?
Squirmy ormar komu eins og stormsveipur á markaðinn fyrir nokkrum árum og má segja að Squirmy sé orðin ein söluhæsta silungaflugan okkar enda veiðir hún vel.
Við höfum fyrir satt að þessi litur með bleika hausnum sé einna best. Squirmy má hnýta í ýmsum útfærslum og litum.
Góða skemmtun á bakkanum í sumar.


