Þingeyingur Copper
695 kr.
Þingeyingur
Í bókinni Veiðiflugur Íslands sem kom fyrst út 1997 og Veiðihornið endurgaf út árið 2006 má lesa þetta um Þingeying:
„Án vafa ein veiðnasta og vinsælasta straumflugan hérlendis. Sérlega góð í urriða og sjóbirting. Hún hefur reynst vel í laxi, bæði í vorvatni og ef vatn gruggast skyndilega á sumrin, t.d. í flóði.“
Við tökum undir það að Þingeyingur er sérlega skæð urriðafluga.
Fluga dagsins er Þingeyingur hnýttur á þungt rör en í þessari útfærslu reynist hann afar vel þegar veitt er í straumþunga.
Geir Birgir Guðmundsson hannaði Þingeying á sínum tíma. Hér að neðan er uppskriftin að straumflugunni en vitanlega má nota þessa uppskrift einnig til að hnýta á túpur.
Krókur – Legglangur Ahrex (gjarnan í stærðum 4 til 8)
Tvinni – Svartur Semperfli Classic Waxed 6/0
Vöf – Ávalt silfurlitað UNI tinsel
Búkur – Grænt ullarband
Skegg – Hár úr svartlituðu íkornaskotti
Vængur – Gullituð hár úr hjartardindli
Haus – Svartur





