Thunder and Lightning
650 kr.
Thunder and Lightning
Thunder and Lightning eins og hér hnýtt á svartan þríkrók er sérlega góð í dumbungsveðri, síðsumars.
Við höfum því miður ekki heimildir um tilurð þessarar flugu, hvorki hver hannaði hana né hvar hún var hönnuð.
Hér er uppskrift sem styðjast má við fyrir þá sem vilja hnýta Thunder and Lightning:
Krókur – Svört Ahrex þríkrækja
Tvinni – Svartur Ahrex Waxed Thread
Stél – Appelsínugul hár úr hjartardindli, nokkrir þræðir af koparlitu Crystal Hair og brúnlituð hár af hjartardindli
Vöf – Ávalt gulltinssel
Búkkur – Svart flos
Skegg – Appelsínugullituð hanahálsfjöður, fanir úr blálitaðri fjöður af perluhænu
Vængur – Brúnlituð hár af hjartardindli
Kinnar – Fjaðrir af frumskógarhana (JC)
Haus – Svartur