Vívó Grá

380 kr.

Vívó Grá

Vívó Grá er ein þessara eldri silungapúpa sem hefur farið undir radar margra veiðimanna síðustu árin þvi miður.  Vívó er nefnilega með betri púpum í silung hér á landi.

Þessi einfalda en gjöfula púpa var hönnuð af meistara Þór Nielsen sem hannaði þær margar.  Líklega er Killer þó alltaf þekktasta fluga Þórs heitins.

Nafn flugunnar er dregið af Vífilsstaðavatni þar sem hún er afburðaflugan en Vívó er einnig ein sú besta í Elliðavatni.

Flugur án kúluhausa eru alltof lítið notaðar.  Það er eins og veiðimenn segja stundum: „Það þarf að koma þessu niður til hans“.  Það er bara hinn mesti misskilningur að ekkert veiðist nema á þyngdar flugur.
Kipptu Vívó með þér í vor þegar vötnin opna.

Hér er uppskrift Vívó frá Þór Nielsen sjálfum:

Krókur – Hefðbundinn púpukrókur í stærðum 12 – 16
Tvinni – Svartur UNI 8/0
Vöf – Silfurvír
Búkur – Grátt flos
Bak – Hvítt flos
Frambúkur – Svört ull
Kinnar – Hvítt flos
Haus – Svartur

Einfalt ekki satt?

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies