Wulff Bomber Electric Blue White
650 kr.
Wulff Bomber Electric Blue White
Bomber þurrflugurnar eru til í mörgum litum og útfærslum.
Það er rétt síðustu árin sem íslenskir veiðimenn eru farnir að nota Bomber að einhverju gagni.
Bomber virkar mjög vel á nýgenginn fisk en einnig þegar kemur fram á sumarið og fiskur er lagstur.
Sá sem þetta skrifar hefur reynt það að koma að hyljum síðsumars þar sem engin hreyfing er á fiski þar til Bomber fær að skauta á yfirborðinu. Við það hefur allt farið á loft en engin taka. Við þær aðstæður er gott að klippa Bomberinn af og setja undir smæstu laxafluguna í boxinu og strippa hratt yfir hylinn. Oftar en ekki neglir hann í fyrsta rennsli.