Zelda Orange

695 kr.

Zelda

Hönnuður: Kjartan Antonsson

Zeldan er sérstök fluga.  Ekki er bara hnýtingin sjálf einföld heldur er flugan lítillega þyngd með brasskúlu sem boruð hefur verið út til þess að hún komist yfir auga þríkrækjunnar.

Zeldan kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum en í langan tíma hafði hönnuður flugunnar notað hana ásamt þröngum hópi veiðimanna með góðum árangri.

Sérstaða Zeldunnar er líklega sú að með kúlunni situr hún ögn neðar í vatni en óþyngdar flugur án þess að vera svo þung að hún sökkvi hratt.  Ekki er ólíklegt að flugur þyngdar með kúlu með þessum hætti hreyfist einnig örlítið öðruvísi í vatni en óþyngdar flugur.

Zelda er ýmist hnýtt eins og hér með appelsínugulum búk en einnig virkar hún mjög vel hnýtt í svörtu með ýmist grænum eða rauðum broddi „Butt“.

Hér er uppskrift sem styðjast má við:

Zelda
Krókur – Ahrex HR490G (Gull) eða HR490S (Silfur).
Þráður – Appelsínugulur UNI 8/0.
Stél – Stilkar af hanafjöður.  Fanir rifnar af.
Broddur – Græn GloBrite eða UNI Flos.
Búkur – Appelsínugult GloBrite eða UNI Flos.
Haus – Gullkúla á gylltum krok og silfur kúla á silfurkrók.

Búkurinn er stíflakkaður.  Tvær umferðir og láta þorna vel á milli.

Kúlurnar þarf að bora út svo þær komist yfir augað á króknum.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies