VEIÐIHORNIÐ
Í yfir aldarfjórðung höfum við haft það að markmiði að byggja upp góða verslun með miklu úrvali vandaðs veiðibúnaðar á hagstæðu verði og veita framúrskarandi góða þjónustu með reyndu starfsfólki okkar.
Þetta hefur leitt til þess að Veiðihornið í Síðumúla er stærsta veiðibúð landsins.
Verið velkomin í Veiðihornið,
María og Óli

TRAUST FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI FRÁ 1998
Veiðihornið er rekið af félaginu Bráð ehf. og hóf starfsemi sína 7. febrúar 1998. Veiðihornið fagnaði því 25 ára afmæli fyrr á þessu ári.
Bráð ehf. hefur verið á lista Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo frá upphafi en einungis 55 fyrirtæki á Íslandi hafa náð þeim árangri.
Bráð ehf. hefur verið á lista Fyrirmyndarfyrirtækja í rekstri frá upphafi en listinn er gefinn út af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Rekstrarfélag Veiðihornsins er Bráð ehf.
Kennitala 420398-2049
Virðisaukaskattnúmer 57532
Veiðihornið, Síðumúla 8, 108 Reykjavík, sími 568 8410


