Verðlauna ferðakaffivélarnar frá OutIn komnar á ný

Útivistarfólk hefur tekið OutIn ferðakaffivélunum opnum örmum.

Það er ekki að undra en þær hafa hlotið virtar viðurkenningar fyrir utan það sem mestu máli skiptir, að færa þér gæðakaffi hvar og hvenær sem er. 

Outin hefur nú þegar fengið …
 
  • reddot hönnunarverðlaunin 2023
  • iF hönnunarverðlaunin 2024 
  • World Coffe nýsköpunarverðlaunin 2024 
OutIn tekur bæði malað kaffi og Nespresso- eða Starbucks-hylki. Þú hleður þær með USB-C tengi í bílnum eða með eigin orkubanka og hitar vatnið í rúmar 90 gráður.
 
Með einu handtaki rennur rjúkandi heitt gæðakaffi í bollann undir öflugum þrýsingi.
 
Ef heitt vatn af brúsa er notað dugar hleðsla vélarinnar í allt að hundrað bolla. Einfaldara getur það ekki verið! Tíu dropar, hvar og hvenær sem er.
 
OutIn kemur í tveimur litum – dökkgráum og skógargrænum.
 
Hægt er að fá handhæga tösku undir OutIn-vélina og kaffihylki.
 

Náttúrukaffi eins og það gerist best.

 

OutIn í netverslun