Rio Þytur Premier

17.995 kr.

Rio Þytur

Rio Þytur er ný flugulína framleidd fyrir Veiðihornið.

Vinsælustu flugulínurnar undanfarin ár hafa verið Rio Outbound Short og Rio Single Hand Spey.  Við tökum það besta úr báðum og útkoman er Rio Þytur.
Hin fullkomna flugulína fyrir íslenskar aðstæður.

Rio Þytur er flotlína framleidd í línuþyngdum #5, #6, #7 og #8.

Rio Þytur er fullkomlega jafnvægisstillt og kraftmikil flugulína, hönnuð jafnt fyrir undir- og yfirhandarköst.
Rio Þytur er lína með einstaklega vel hönnuðum skothaus.
Einfalt er að lyfta línunni af vatnsyfirborði hlaða í fullkomið framkast, jafnvel þegar það er lítið pláss fyrir bakkastið.
Stuttur skothausinn hleður flugustöngina djúpt og snöggt fyrir kraftmikið framkastið og auðveldar því lengdarköst.
Samanþjappaður hausinn sem er með þyngdarpunktinn á hárréttum stað hentar jafnt byrjendum sem vönustu flugukösturum.

Rio Þytur er með SlickCast kápunni sem er endingarbesta og sleipasta kápan á markaðnum.
Rio Þytur er í flokki Premier lína hjá Rio.  Auk SlickCast kápunnar er línan með verksmiðjulykkjum á báðum endum.
Rio Þytur er þrílit lína með 1.5 metra löngum bláum hleðslukafla aftan við hausinn en það hjálpar kastaranum að stilla hve langt þarf að vera úti til að hlaða flugustöngina rétt.

WF5F – Heildarlengd 30.5 m – Hauslengd 7.3 m – Kjarni 9.1 kg. – Hausþyngd 14 gr / 216 grain
WF6F – Heildarlengd 30.5 m – Hauslengd 7.3 m – Kjarni 9.1 kg. – Hausþyngd 16 gr / 247 grain
WF7F – Heildarlengd 30.5 m – Hauslengd 7.3 m – Kjarni 9.1 kg. – Hausþyngd 18 gr / 278 grain
WF8F – Heildarlengd 30.5m – Hauslengd 7.3 m  – Kjarni 9.1 kg. – Hausþyngd 20 gr / 309 grain

Rio Þytur er framleidd hjá Rio í Idaho, Bandaríkjunum fyrir Veiðihornið og Íslandsmarkað.

Sjáðu íslenska stuttmynd um Rio Þyt hér að neðan.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Rio