Gerið væsana klára!

Vandaða fluguhnýtingarefnið frá Semperfli er nú komið upp á hnýtingarvegginn í Veiðihorninu Síðumúla 8 en það er einnig aðgengilegt í vefversluninni allan ársins hring. Fluguhnýtarar ættu að geta fundið það sem hugurinn girnist – á betra verði – enda úrvalið fáheyrt.
 
Nú er kjörið að taka fram hnýtingargræjurnar á ný þegar hillir undir síðustu köst veiðitímabilsins og undirbúa sig fyrir veiðiferðir næsta sumars. Fyrst í huganum – svo á bakkanum hver sem bráðin er, lax, bleikja, sjóbirtingur eða urriði.
 
Fyrir þá sem hyggjast hnýta sínar fyrstu flugur fæst allt sem til þarf í Veiðihorninu, m.a. sniðug hnýtingarsett. Þegar búið er að viða að sér efninu sem til þarf er kjörið að hnýta hina einu réttu flugu sem draumafiskurinn á eftir að hremma. 
 
Það er fátt betra þegar sól tekur að hækka á lofti á ný og ár og vötn að glæðast af lífi að bjóða frískum fiskum upp á eigin flugu. Vel hnýtta að sjálfsögðu. Annað hvort eftir góðri uppskrift eða láta eigið innsæi og hugmyndarflug ráða för.
 
Í Veiðihorninu færðu fjaðrir, hár, glitþræði, margbreytilega króka, tungsteng-kúlur, verkfæri, þvingur og lakk svo fátt eitt sé nefnt.
 
Semperfli er leiðandi fyrirtæki þar sem veiðimenn hafa valið og þróað allt það hnýtingarefni sem á þarf að halda til að hnýta fallegar en umfram allt veiðnar flugur.
 
 
 

Fluguhnýtingarefni í vefverslun